Quasimoto snýr aftur Kjartan Guðmundsson skrifar 13. júní 2013 16:00 Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Margir aðdáendur hipphopp-tónlistar glöddust innilega þegar út spurðist fyrir skemmstu að von væri á nýrri plötu frá Quasimoto, teiknuðu öðru sjálfi pródúsersins Madlib, en sá heitir í raun Otis Jackson Jr., er uppalinn í Kaliforníu Bandaríkjanna og stendur á fertugu. Átta ár eru síðan sá teiknaði sendi síðast frá sér efni (The Further Adventures of Lord Quas frá 2005) en frumraun hans, The Unseen, kom út árið 2000 og vakti gríðarlega lukku. Tónlistartímaritið Spin valdi hana sem eina af bestu plötum ársins og Madlib þótti líka forsjáll í þeirri aðgerð að gera teiknimyndapersónu að andliti músíkatriðis – nokkuð sem Damon Albarn lék eftir með Gorillaz með góðum árangri örskömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að nýja platan frá Quasimoto, Yessir Whatever, er nokkurs konar safnskífa með lögum sem orðið hafa til á síðustu tólf árum. Nokkur þeirra eru löngu ófáanlegar b-hliðar en önnur hafa aldrei komið út áður og eru hljóðblönduð í fyrsta sinn á plötunni. Því má í raun með ágætis móti kalla Yessir Whatever nýja plötu frá hinum ímyndaða rappara. Madlib, skapari Quasimoto (sem minnir meira en lítið á hina ástsælu tuskubrúðu ALF úr sjónvarpsþáttum níunda áratugarins, en ávallt með rauðan múrstein í hendi), hefur verið afkastamikill upptökustjóri frá því í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar og starfaði meðal annars með Alkaholiks og J Dilla áður en hann sendi frá sér The Unseen. Sjálfur rappar Madlib líka í lögum sem gefin eru út undir nafni Quasimoto, en þá sem hjálparhella þess teiknaða sem er öllu æstari, með hvella rödd og leyfir sér að segja ýmislegt sem upptökustjóranum dytti aldrei í hug. Yessir Whatever kemur út næsta þriðjudag en þegar hafa birst nokkrir dómar um plötuna í erlendum vefmiðlum. Flestir eru þeir jákvæðir, þótt mörgum þyki verkið ekki jafnast á við tvær fyrri plötur Quasimoto. Þá eiga dæmendurnir flestir sameiginlegt að bíða spenntir eftir annarri „alvöru“ nýrri plötu frá Quasimoto og vonast til að ekki líði önnur átta ár þar til slík lítur dagsins ljós.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira