Áhöfnin á Húna með sextán tónleika Freyr Bjarnason skrifar 24. júní 2013 08:45 Áhöfnin á Húna ætlar að sigla í kringum landið í sumar og skemmta í hverri höfn. Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin ætlar að rokka í hverri höfn. Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig heldur hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rennur aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Síðar var RÚV boðin aðkoma að verkefninu og hefur verið ákveðið að fylgja túrnum eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð í allt sumar. Það eru Margrét Blöndal og Felix Bergsson sem leiða það verkefni. Húni II er fimmtíu ára gamall eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Margir þekkja þennan bát sem gjarnan liggur við Torfunesbryggju í miðbæ Akureyrar. Hann hefur aldrei áður gegnt hlutverki rokkbáts. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Húni II siglir í kringum landið í júlí og Áhöfnin ætlar að rokka í hverri höfn. Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sigurðssyni, Láru Rúnarsdóttur, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í hverri höfn kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið að ferðin yrði ekki farin í gróðaskyni heldur var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína. Þannig heldur hver og ein björgunarsveit sína tónleika og rennur aðgangseyririnn beint í þeirra sjóði. Síðar var RÚV boðin aðkoma að verkefninu og hefur verið ákveðið að fylgja túrnum eftir með sjónvarps- og útvarpsþáttagerð í allt sumar. Það eru Margrét Blöndal og Felix Bergsson sem leiða það verkefni. Húni II er fimmtíu ára gamall eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Margir þekkja þennan bát sem gjarnan liggur við Torfunesbryggju í miðbæ Akureyrar. Hann hefur aldrei áður gegnt hlutverki rokkbáts.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira