Millilending fyrir næstu plötur Freyr Bjarnason skrifar 4. júlí 2013 09:00 Tónlistarmaðurinn Ummi hefur gefið út sína aðra sólóplötu. fréttablaðið/pjetur Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistamaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Stundum er minna meira. Hún kemur út á vínyl og geisladiski og inniheldur tólf frumsamin lög. Platan var tekin upp í Litla-Skarði í Borgarfirði vorið 2011 og í Hafnarfirði, Kaupmannahöfn og London í fyrra. „Ég valdi lög til upptöku fyrir þessa plötu með það fyrir augum að loka því sem ég byrjaði á með fyrstu sólóplötu minni og á sama tíma fara í átt að næstu plötum sem ég er með í vinnslu um þessar mundir. Þannig er þessi plata að mörgu leyti millilending eða tengiflug við það sem koma skal,“ segir Ummi. Hann er fæddur og uppalinn á Djúpavogi en hefur verið búsettur erlendis síðastliðin sextán ár. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2010 og var á árum áður annar helmingur og lagasmiður hljómsveitarinnar Sólstrandargæjarnir ásamt Jónasi Sigurðssyni. Ummi er menntaður í teiknimyndagerð og er með BA-gráðu í computer animation frá Bournemouth-háskóla í Englandi. Hann hefur starfað við tæknibrellugerð í London síðastliðin tíu ár og unnið við nokkrar af stærstu kvikmyndum samtímans á borð við Avatar og Harry Potter.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira