Spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 26. júlí 2013 21:00 Klárir í slaginn Ophidian I sigraði í keppninni Wacken Metal Battle í vor. Nú halda þeir til Þýskalands og spila á stærstu þungarokksveit veraldar. „Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor. Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta verður generalprufan fyrir Wacken, á tuttugufalt minni stað,“ segir Halldór Símon Þórólfsson, gítarleikari metalsveitarinnar Ophidian I, sem spilar á Bar 11 í kvöld. Ophidian I heldur til Þýskalands í næstu viku þar sem hún mun spila á stærstu þungarokkshátíð veraldar, Wacken Open Air, en sveitin sigraði í keppninni Wacken Metal Battle sem haldin var í Hörpu í vor. Meðlimir hljómsveitarinnar koma saman á Bar 11 í kvöld og leyfa æstum aðdáendum að heyra settlistann sem spilaður verður í Þýskalandi en þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin treður upp á Wacken. „Þetta verður alveg geðveikt. Ragnar trommari er samt að fara í þriðja skiptið, þó ekki með okkar hljómsveit.“Og er hann að miðla reynslunni áfram til ykkar hinna? „Já hann reynir það. Svona eftir bestu getu,“ segir Halldór og hlær. Mörg stór nöfn koma fram á hátíðinni í ár en stærstu nöfnin eru án efa Rammstein, Deep Purple og Alice Cooper. „Við erum reyndar ekkert rosalega hrifnir af þessum böndum. Við erum meira í dauðarokkinu en þetta eru samt allt heimsklassa bönd,“ segir Halldór. Frítt er á tónleikana á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir kl. 23. Hljómsveitin Blood Feud mun einnig koma fram en þeir hrepptu annað sætið í Wacken Metal Battle í vor.
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira