Guðný Lára: Gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu Sara McMahon skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Guðný Lára Thorarensen fór út í starfsnám á vegum Útón. Henni bauðst starf í Bretlandi eftir starfsnámið. Fréttablaðið/anton brink „Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég fer út í lok ágúst og hef þá störf hjá Plastic Head, sem er stærsti dreifingaraðili tónlistar í Bretlandi. Þetta er mjög spennandi tækifæri og ég gat ómögulega hafnað vinnutilboðinu,“ segir Guðný Lára Thorarensen. Í fyrra var hún valin af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, Útón, til starfsþjálfunar hjá bresku umboðsskrifstofunni Candle Lights og hefur henni nú verið boðin vinna hjá systurfyrirtæki skrifstofunnar. „Það losnaði staða hjá Plastic Head rétt áður en ég fór heim og yfirmaður minn hjá Candle Lights hvatti mig til að sækja um. Ég fékk starfið og fer út í lok ágúst og verð í þrjá mánuði til að byrja með, ég þarf að sjá hvernig mér líkar lífið í Bretlandi og hvort kærasti minn vilji fylgja mér síðar meir.“ Guðný Lára mun þá starfa sem „label manager“, sem þýða mætti sem vörumerkjastjóri á okkar ylhýra. „Ég mun sjá um að dreifa tónlist í Bretlandi fyrir plötufyrirtæki, hvort sem þau eru lítil og bresk eða stór og erlend,“ útskýrir hún. Guðný Lára hefur lengi starfað innan tónlistargeirans og vann áður hjá íslensku útgáfunni Molestin Records. Hún hefur einnig skipulagt tónleika með íslenskum hljómsveitum í rúman áratug og verið viðloðandi rokkhátíðina Eistnaflug í Neskaupstað síðan hún hóf göngu sína.Útón veitir nú styrki til umboðsmanna annað árið í röð og hvetur Guðný Lára fólk til þess að sækja um. „Ég mæli algjörlega með því að fólk sæki um, þetta er frábært tækifæri fyrir umboðsmenn. Ég sé í það minnsta ekki eftir því að hafa sótt um í fyrra,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira