Hljómsveitin heitir eftir Kvöldgestum Jónasar Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 08:00 Jökull Jónsson stofnaði hljómsveitina The Evening Guests í fyrra. Nú hefur sveitin gefið út sína fyrstu stuttskífu en hún var fjármögnuð á vefsíðunni Kickstarter.com. „Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Sveitina langar mjög að sjá Ísland og við höfum í hyggju að koma þegar við höfum efni á að fljúga öll til landsins,“ segir Jökull Ernir Jónsson, forsprakki hljómsveitarinnar The Evening Guests. Jökull Ernir flutti til Los Angeles fyrir um ári síðan og hóf tónlistarferil sinn sem trúbador. Þegar hann var orðinn leiður á því að spila einn, setti hann saman hljómsveit sem hann skírði í höfuðið á útvarpsþætti afa síns. „Daginn sem afi minn, útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson, lést samdi ég lag sem fékk titillinn The Evening Guests. Þegar ég var hættur að spila sem trúbador ákvað ég að setja saman band og vorum við beðnir um að spila með tveggja daga fyrirvara. Ég ákvað því að gefa bandinu nafnið The Evening Guests, en það var fyrsta nafnið sem mér datt í hug.“ Jónas Jónasson var einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar en hann stýrði hinum vinsælu Kvöldgestum á Rás 1 í um þrjá áratugi. Jökull Ernir og liðsmenn hljómsveitarinnar gáfu nýverið út stuttskífuna Not in Kansas Anymore en þeir fjármögnuðu hana á vefsíðunni Kickstarter.com. Þar getur fólk alls staðar að úr heiminum lagt til fjármagn í hin ýmsu verkefni og tók það liðsmenn hljómsveitarinnar einungis tvær vikur að safna fyrir útgáfu stuttskífunnar. Jökull segir tónlistina vera sambland af írskri þjóðlagatónlist og indírokki en hann sér sjálfur um það að semja lögin. „Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir og áhorfendur eru meira að segja farnir að syngja með lögunum okkar.“ Stuttskífa hljómsveitarinnar er fáanleg á iTunes, Amazon, gogoyoko og á Spotify. Einnig er hægt að hlusta á plötuna hér.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira