Ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. Fréttablaðið/pjetur Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira