Íslenskt rapp í nýjum búningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 09:00 Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram í Hörpu í október. fréttablaðið/stefán Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman. Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og hljómsveitin Agent Fresco koma fram á tónleikum sem haldnir verða í Kaldalóni í Hörpu 18. október. Agent Fresco verður í hlutverki húshljómsveitar og mun sjá um undirleik fyrir bæði Gauta og Úlf Úlf. „Það má gera ráð fyrir því að sum laganna verði sett í nýjan búning með tilkomu Agent Fresco. Hugmyndin um að hafa lifandi hljómsveit í stað plötusnúða tíðkast víða erlendis og mér þótti spennandi hugmyndin að fá lifandi sveit með Gauta og Úlfi Úlfi,“ segir Friðrik Salvar Bjarnason, skipuleggjandi tónleikanna. Hann segir hugmyndina að þeim hafa sprottið upp snemma á þessu ári og í kjölfarið hafi hann sótt um styrk. „Við fengum styrk frá Ýli, sem er tónlistarsjóður Hörpu og styrkir unga listamenn í framkvæmdahug, og hefðum við ekki getað framkvæmt þetta án þess að fá styrk.“ Friðrik lofar glæsilegum tónleikum, enda er það ekki á hverjum degi sem þessir ólíku en hæfileikaríku menn troða upp saman.
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira