Dr. Spock og MacGyver eru hetjurnar Freyr Bjarnason skrifar 17. október 2013 08:00 Sveinn Guðmundsson hefur gefið út sína fyrstu plötu. „Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“ Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Góðir hlutir gerast hægt. Það er svolítið mottóið mitt. Ef ég tek hlutina rólega fríka ég ekki út,“ segir Sveinn Guðmundsson. Hann hefur gefið út sína fyrstu plötu sem kallast Fyrir herra Spock, MacGyver og mig. Á henni er rólyndisgítartónlist með sjálfsspeglandi textum. Spurður út í þetta óvenjulega nafn segir Sveinn einfaldlega að bæði Spock og sjónvarpspersónan MacGyver séu hetjurnar sínar. Sitthvort lagið á plötunni fjallar um þá, eða ½ Vulkan og MacGyver og ég. Titillinn er einnig tilvísun í lag Jethro Tull, For Michael Collins, Jeffrey and Me. Sveinn er doktorsnemi í mannfræði. Hann hafði lengi langað til að gefa út plötu og hjálpaði þar til að pabbi hans gaf út þrjár plötur með hljómsveitinni Randver. Það var svo í fjölskylduafmæli þegar Sveinn spilaði lag eftir sig að félagi hans, sem var í upptökunámi, plataði hann með sér í hljóðver. „Hann vantaði lokaverkefni og þetta passaði vel inn í námið hans. Svo sparkaði hann í rassinn á mér og ýtti mér aðeins lengra,“ segir hann og á þar við Magnús Leif Sveinsson úr hljómsveitinni Úlpu. „Ég var skíthræddur við þetta en svo fór boltinn að rúlla.“
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira