Til forseta Ekvador Formenn fimm Vinstri-grænna flokka á Norðurlöndum skrifar 21. október 2013 06:00 Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun