Enginn í fótspor Mugison og Ásgeirs Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 07:00 Svo virðist sem enginn ætli að feta í fótspor Ásgeirs Trausta og Mugison þetta árið. Sigríður Thorlacius, Lay Low og Emilíana Torrini gætu náð gullsölu. fréttablaðið/valli Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira