Popp undir áhrifum frá Robyn Freyr Bjarnason skrifar 24. október 2013 09:00 Katy Perry hefur sent frá sér nýja plötu. nordicphotos/getty Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri. Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Prism er fjórða hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Katy Perry og kemur hún út á vegum Capitol Records. Upptökur hófust í fyrra eftir að síðasta plata hennar, Teenage Dream frá árinu 2010, hafði verið endurútgefin í mars með aukalögum. Lagasmíðarnar á Prism voru undir miklum áhrifum frá sænskum söngkonum á borð við Robyn og Lykke Li. Samstarfsmenn hennar til margra ára, hinn sænski Max Martin og Dr. Luke, aðstoðuðu hana við upptökur og lagasmíðar, auk þess sem náungar á borð við Cirkut, Greg Wells, Benny Blanco og StarGate lögðu sitt af mörkum. Fyrsta smáskífulag Prism, Roar, kom út í ágúst síðastliðnum og fór umsvifalaust á toppinn á bandaríska Billboard-listanum. Samanlagt fór það á topp tíu í 25 löndum. Hér á landi er það í öðru sæti á Tónlistanum aðra vikuna í röð á eftir Royals með Lorde. Þess má geta að annað lag á plötunni, Ghost, fjallar um misheppnað hjónaband hennar og leikarans Russells Brand. Katy Perry, sem verður 29 ára á morgun, var skírð Katheryn Elizabeth Hudson. Hún fæddist í Santa Barbara í Kaliforníu og hlaut þar trúarlegt uppeldi. Ung að aldri söng hún í kirkjukórum og var fyrsta sólóplatan hennar, Katy Hudson, einmitt kristileg rokkplata sem kom út 2001. Sjö ár liðu þangað til næsta plata, One Of The Boys, kom út og í þetta sinn var hún með risaútgáfuna Captiol Records á bak við sig. Trúartónlistin var horfin á braut og í staðinn komu grípandi popplög með I Kissed a Girl í fararbroddi sem gerði Perry að stjörnu um víða veröld. Platan Teenage Dream sem kom út 2008 festi hana svo endanlega í sessi sem ofurstjörnu í poppinu. Hún fór beint á topp Billboard-listans og tryggði Perry fjölda Grammy-tilnefninga. Hið merkilega er að fyrstu fimm smáskífulög plötunnar náðu efsta sætinu á Billboard. Þar með varð Teenage Dream aðeins önnur platan í sögunni á eftir Bad með Michael Jackson til að innihalda fimm topplög. Um leið varð Perry fyrsta konan í sögunni til að ná þessum árangri.
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira