Níu dánir á Akureyri Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. október 2013 06:00 „Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
„Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta!
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar