Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust. Mál Sigga hakkara Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira