Hættir hjá Senu eftir 16 ára starf Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 09:00 Eiður Arnarsson segir tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan. fréttablaðið/anton Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“ Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eiði Arnarssyni hefur verið sagt upp sem útgáfustjóra stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. „Það eru mjög miklar breytingar á tónlistarmörkuðum sem valda þessu. Þetta er gert í eins góðu og hægt er að gera og ég útiloka alls ekki að við eigum eftir að vinna með Eiði í framtíðinni,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu. „Þetta er eitthvað sem menn í hans stöðu í löndunum í kringum okkur hafa verið að ganga í gegnum síðustu fimm til tíu árin. Sena er síður en svo hætt að gefa út músík og við munum kynna nýtt skipulag á næstunni.“ Eiður lætur af störfum um áramótin eftir sextán ára starf. Aðspurður segir hann tímann hjá Senu hafa verið svakalega skemmtilegan og starfið einstaklega líflegt. „Annars vegar eru endalaus forréttindi að vinna við tónlist og hins vegar að vinna við hjartans afkvæmi listamannanna, sem plöturnar gjarnan eru. Að vera treyst fyrir þessu starfi er búið að vera frábært.“ Eiður segist ætla að vinna „gjörsamlega á fullu“ til áramóta. „Auðvitað er fullt af hlutum sem maður á eftir að sakna. En að vera í sextán ár í þessu starfi er mjög langur tími. Ef markaðurinn væri stærri væri ég sennilega löngu hættur, ef það væri eðlileg „rótering“ í þessum bransa eins og gengur og gerist erlendis.“
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira