Safnar fyrir pólitískri rappplötu Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:45 Úlfur ætlar að gefa út fyrstu pólitísku rappplötu Íslandssögunnar. Fréttablaðið/pjetur Rapparinn Úlfur Kolka er að safna fyrir sólóplötu sinni Borgaraleg óhlýðni á vefsíðunni karolinafund.com.Hér fer söfnunin fram. Að sögn Úlfs verður þetta fyrsta pólitíska rappplata Íslandssögunnar en hún verður einnig hans fyrsta á íslensku. „Fullt af röppurum hafa gert pólitísk lög áður en ekki heilar rappplötur,“ segir hann og bætir við að um þemaplötu sé að ræða. „Ég er að tala um hvernig er að tilheyra lágstétt á Íslandi og ég er með lag um Helga Hóseasson og hitt og þetta. Það er svolítið af anarkismahugmyndum hjá mér.“ Útgáfudagur er áætlaður í janúar, stafrænt og á vínyl. Úlfur, sem er 32 ára, var áður forsprakki Kritikal Mazz, þar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir var einn af meðlimum. Sveitin gaf út plötu árið 2002 hjá Smekkleysu og fékk hún tónlistarverðlaun Radio X og Undirtóna sem hiphop-plata ársins. Eftir að Úlfur lauk námi í grafískri hönnun árið 2008 samdi hann lagið Til hvers að kjósa?, sem fjallaði um eftirmál búsáhaldabyltingarinnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og núna er platan að verða að veruleika. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Úlfur Kolka er að safna fyrir sólóplötu sinni Borgaraleg óhlýðni á vefsíðunni karolinafund.com.Hér fer söfnunin fram. Að sögn Úlfs verður þetta fyrsta pólitíska rappplata Íslandssögunnar en hún verður einnig hans fyrsta á íslensku. „Fullt af röppurum hafa gert pólitísk lög áður en ekki heilar rappplötur,“ segir hann og bætir við að um þemaplötu sé að ræða. „Ég er að tala um hvernig er að tilheyra lágstétt á Íslandi og ég er með lag um Helga Hóseasson og hitt og þetta. Það er svolítið af anarkismahugmyndum hjá mér.“ Útgáfudagur er áætlaður í janúar, stafrænt og á vínyl. Úlfur, sem er 32 ára, var áður forsprakki Kritikal Mazz, þar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir var einn af meðlimum. Sveitin gaf út plötu árið 2002 hjá Smekkleysu og fékk hún tónlistarverðlaun Radio X og Undirtóna sem hiphop-plata ársins. Eftir að Úlfur lauk námi í grafískri hönnun árið 2008 samdi hann lagið Til hvers að kjósa?, sem fjallaði um eftirmál búsáhaldabyltingarinnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og núna er platan að verða að veruleika.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira