„Ég borða eiginlega allt sem ég sé“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2013 00:01 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur bætt sig mikið í 25 m laug. fréttablaðið/valli „Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“ Sund Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira
„Íslandsmetunum fækkar og fækkar eftir því sem maður verður eldri. Á vissum tíma fer að verða miklu erfiðara að bæta sig,“ segir Eygló Ósk Gústafsdóttir. Breiðhyltingurinn sló í gegn á Íslandsmótinu í 25 metra laug um liðna helgi og bætti fimm Íslandsmet. Þá náði hún bestum árangri allra keppenda á mótinu með tíma sínum í 200 metra baksundi þar sem hún fékk 852 FINA-stig. Eygló bætti sig í öllum greinum nema einni og þakkar árangurinn fyrst og fremst þeirri vinnu sem hún hefur lagt í að bæta snúninga sína. „Ég hef alltaf verið betri í 50 metra laug því snúningarnir hafa ekki verið mín sterkasta hlið,“ segir Eygló sem æfir undir stjórn landsliðsþjálfarans Jackie Pellerin hjá Ægi. Eygló, sem varð átján ára í febrúar, hefur æft undir stjórn Frakkans undanfarin sex ár og ber honum söguna vel.Mamma heldur utan um metin og tímana „Hann hefur komið sundmanni á verðlaunapall bæði á ólympíuleikum og heimsmeistaramóti. Hann kann sitt fag,“ segir Eygló sem hittir Jackie yfirleitt tvisvar á dag. Þannig æfir hún tíu sinnum í viku, kvölds og morgna fjóra virka daga, auk æfinga föstudaga og laugardaga. „Mamma vekur mig eiginlega á hverjum morgni. Ég sef eins og steinn,“ segir Eygló hlæjandi en hún á gott bakland þegar kemur að sundinu. Faðir hennar, Gústaf Adólf Hjaltason, hefur gegnt formennsku hjá Ægi í lengri tíma og móðirin, Guðrún G. Sigþórsdóttir, sömuleiðis verið í stóru hlutverki hjá félaginu. „Mamma gæti sagt þér hvert einasta sæti og tíma í öllu sundi hjá mér. Hún skrifar þetta allt niður og tekur allt saman í myndamöppu sem er mjög gaman að skoða,“ segir Eygló sem byrjaði að æfa sund fimm ára gömul. Eldri systur hennar, Kristrún, Ásbjörg og Jóhanna, voru allar miklar fyrirmyndir í sundinu. Kristrún er í dag þjálfari og Jóhann syndir einnig af kappi. „Svo á ég líka einn bróður sem kemur ekkert nálægt sundinu,“ segir Eygló og hlær. Oft er talað um að íþróttafólk í fremstu röð þurfi að huga alvarlega að mataræði sínu til að ná árangri. Eygló viðurkennir að styrkur hennar liggi ekki í aga þegar kemur að mat.Alltaf svöng og alltaf að borða „Ég hugsa ekkert rosalega mikið um mataræðið. Borða eiginlega það sem ég sé,“ segir Eygló. Hún reyni að sjálfsögðu að borða eins fjölbreytt og hollt og hún geti. Hamborgarar og pítsur rati þó líka upp í munninn. „Ég er alltaf svöng og alltaf að borða,“ segir sundkonan létt og bendir á að hún þurfi mikið af kolvetnum og hitaeiningum til að hreinlega halda sér vakandi yfir daginn. Eygló er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fram undan er próftíð og í kjölfarið Evrópumótið í 25 metra laug í Danmörku eftir tvær vikur. „Ég held ég muni drukkna í skólabókum næstu dagana en svo eru prófin búin 6. desember. Þá get ég slakað aðeins á fyrir mótið,“ segir Eygló sem stefnir á að komast í úrslit í sínum bestu greinum. Nefnir hún til sögunnar 100 og 200 metra baksundið og 200 metra fjórsundið. Aðspurð um markmið segist hún bara mæta á æfingar á meðan Jackie plani framtíðina. Hún á sér þó drauma eins og allir. „Ég ætlaði mér að fara á Ólympíuleikana í London frá því ég var níu ára,“ segir Eygló sem viðurkennir að hugurinn leiti til Ríó 2016. „Ég á mér dálítið stóra drauma.“
Sund Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira