Tugir mótmæltu olíuleit Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. janúar 2014 16:18 MYND/ÁRNI FINNSON Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar. Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Mótmæli fóru fram við Þjóðmenningarhúsið í dag en þar var undirritaður samningur þriðja sérleyfisins vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Tólf samtök, sem eiga það sameiginlegt að láta sig umhverfisvernd varða, boðuðu til mótmælanna. „Það voru nokkrir tugir mættir,“ segir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Þetta hafa líklega verið um 70 manns.“ Árni segir mótmælin hafa farið vel fram.VÍSIR(VILHELM Mótmælin fóru vel fram að sögn Árna en um klukkan 14 mættu ráðherrar til að skrifa undir samninginn. Í yfirlýsingu frá samtökunum tólf segir að loftslagsbreytingar séu stærsta vandamál sem mannkynið standi frammi fyrir. Skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út síðasta haust, taki af allan vafa um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og þær stafi ótvírætt af mannavöldum. Árni segir að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir í dag muni samtökin halda áfram að berjast fyrir því að olíuleitin hefjist ekki. Mannkynið hafi nú þegar fundið nóg af olíu til að eyðileggja lífríkið og nú sé kominn tími til að hætta. Lífsskilyrði mannsins verði mun erfiðari ef ekki tekst að vinna bug á að draga úr losun koltvísírings. Með því að brenna olíu súrnar til dæmis sjórinn en súrnun sjávar ógnar mjög lífríki hafsins. Einhverjir munu sjálfsagt græða peninga á því ef olía finnst. En þegar uppi er staðið verður tapið meira en gróðinn. Samtökin sem stóðu að mómælunum eru Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði, Breytendur – Changemaker Iceland, Grugg – vefrit um umhverfisvernd, Eldvötn, Fuglavernd, Framtíðarlandið, Landvernd, Loftslag.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Nemendafélagið Gais (HÍ) og Ungir umhverfissinnar.
Olíuleit á Drekasvæði Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira