Engar konur á þorrablót Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2014 11:00 Framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki boðið þar sem hún er kona. Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“ Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Arna Kristín Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en hún tók við þeirri stöðu fyrir tæpu ári. Þessi staðreynd hefur sett Fóstbræður í nokkurn bobba hvað varðar sitt makalausa þorrablót. Þar er hefð fyrir því að engin kona mæti til leiks en jafnframt er hefð fyrir því að framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar sé boðið sérstaklega til veislu.Arinbjörn Vilhjálmsson arkítekt er varaformaður Fóstbræðra, en stjórnin þurfti sérstaklega að taka á málinu. „Já, þarna voru tvær hefðir sem stönguðust á. Því það er líka hefð fyrir því að ýmsum sé boðið sem við viljum vera í góðu sambandi við, meðal annarra framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Menn voru ekki alveg sammála um þetta og ákveðið var að vísa þessu máli til aðalfundar, þar sem verða almennar umræður um þetta atriði.“ Skiptar skoðanir voru um málið innan stjórnar en niðurstaðan var sú að bjóða Örnu Kristínu ekki til blóts. „Í þetta skiptið var niðurstaðan þessi. Menn eru fastheldnir á hefðir og Þorrablótið er herrakvöld eðli máls samkvæmt. Reyndar var þessi hefð brotin 1998 en þá var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá borgarstjóra, boðið á blótið. Tvær hefðir voru brotnar þá því hún tók maka sinn með en þetta er makalaust blót. En, þetta var fyrir mína tíð,“ segir Arinbjörn. Þó helst sé á varaformanninum sjálfum að skilja að hann tilheyri frjálslyndari armi Fóstbræðra segir hann að karlakórar hljóti að vera síðasta vígið. Það liggur í hlutarins eðli því karlakór er jú, karla-kór. „Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu.“ Blótið var haldið í Fóstbræðraheimlinu um síðustu helgi, 170 mættu og var rífandi stemmning. „Seðlabankastjóri hélt uppi fjörinu. Einar Kárason var ræðumaður. Menntamálaráðherra var viðstaddur líka. Jájá, það var mikið sungið. Veislustjóri var Stefán Már Halldórsson sem eitt sinn var starfsmannastjóri Landsvirkjunar, mikill hagyrðingur og flytur meira og minna allt í bundnu máli.“
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?