Af hverju eru Íslendingar svona slakir í vetraríþróttum? 14. febrúar 2014 15:00 Sævar Birgisson hefur staðið sig með prýði í Sotsjí. Mynd/Úr einkasafni Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira