Janúkóvítsj eyddi 4,6 milljörðum í ljósakrónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 11:04 Viktor Janúkovitsj VISIR/AFP Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins. Úkraína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins.
Úkraína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira