Mótfallinn umhverfisstefnu Apple? Seldu þá hlutabréfin þín Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. mars 2014 21:58 Tim Cook, forstjóri Apple. vísir/afp Tim Cook, forstjóri Apple, hvetur þá hluthafa sem eru andsnúnir umhverfisstefnu fyrirtækisins til að selja hlutabréf sín. Þetta kom fram á árlegum hluthafafundi Apple um helgina. Svaraði hann þar með forvarsmönnum íhaldssamrar hugveitu á fundinum sem mótmæltu aukinni áherslu fyrirtækisins á endurnýjanlega orku. Lögðu þeir til að Apple ætti að berjast gegn auknum afskiptum yfirvalda og þrýstihópa af framleiðslunni. Cook svaraði því á þá vegu að fyrirtækið léti ekki einungis stjórnast af gróðasjónarmiðum. „Við viljum skilja við jörðina í betra ásigkomulagi en þegar við komum að henni,“ sagði Cook. Tillaga hugveitunnar hlaut ekki brautargengi meðal hluthafa og greiddu þeir atkvæði gegn henni. Cook bætti þá um betur og sagði: „Þeir sem eru mótfallnir stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum geta þá bara selt hlutabréf sín.“ Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, hvetur þá hluthafa sem eru andsnúnir umhverfisstefnu fyrirtækisins til að selja hlutabréf sín. Þetta kom fram á árlegum hluthafafundi Apple um helgina. Svaraði hann þar með forvarsmönnum íhaldssamrar hugveitu á fundinum sem mótmæltu aukinni áherslu fyrirtækisins á endurnýjanlega orku. Lögðu þeir til að Apple ætti að berjast gegn auknum afskiptum yfirvalda og þrýstihópa af framleiðslunni. Cook svaraði því á þá vegu að fyrirtækið léti ekki einungis stjórnast af gróðasjónarmiðum. „Við viljum skilja við jörðina í betra ásigkomulagi en þegar við komum að henni,“ sagði Cook. Tillaga hugveitunnar hlaut ekki brautargengi meðal hluthafa og greiddu þeir atkvæði gegn henni. Cook bætti þá um betur og sagði: „Þeir sem eru mótfallnir stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum geta þá bara selt hlutabréf sín.“
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira