Þjálfari Gunnars Nelson: Enginn stjórnar sjálfum sér betur en Gunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2014 19:00 Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni til London þar sem hann mætir Rússanum Omari Akhmedov í UFC-bardaga í í O2 Arena um næstu helgi. Akhmedov hefur ekki tapaða bardaga eins og Gunnar. John Kavanagh, írskur MMA-þjálfari Gunnars, ræddi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. John Kavanagh segir að úrslitin í bardaganum um næstu helgi snúist fyrst og síðast um andlega styrk og þar sé Gunnar sterkari. Kavanagh segir að Gunnar sé tilbúinn í bardagann og hugarfar hans eigi eftir að skila honum sigri. „Við erum ekki að fara alla þessa leið til að tapa. Þetta verður eins og í gamla daga þegar Víkingarnir fóru til Englands og komu alltaf sigurreifir til baka," sagði John Kavanagh í léttum tón í viðtalinu við Gaupa. „Menn eiga alltaf að vera hræddir þegar menn stíga inn í búrið fyrir bardaga því allt getur gerst. Það getur ýmislegt gerst í MMA-bardaga og eitt högg getur breytt öllu. Hann verður því að vera klár," sagði Kavanagh. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel en Gunnar er að koma til baka eftir hnémeiðsli sem héldu honum frá síðasta árið. Undanfarnir mánuðir hafa gengið vel og hann er í betra formi núna en áður en hann meiddist," sagði Kavanagh. „Gunnar hefði auðveldlega getað barist fyrir þremur til fjórum mánuðum síðan en hann tók sér aukatíma til að vera þess fullviss um að allt væri fullkomið. Það hefur borgað sig því hann er betri núna en hann var fyrir meiðslin," sagði Kavanagh. Kavanagh segir að það sé eitt að vera í topp líkamlegu standi fyrir svona bardaga en að andlegi þátturinn sé líka mjög mikilvægur. Kavanagh segir andlega þáttinn muni ráða úrslitum, „Strákarnir á þessu getustigi eru jafnir hvað varða kunnáttu og líkamlegan styrk en munurinn liggur í andlega þættinum. Ég held að enginn stjórni sjálfum sér betur en Gunnar og ég tel að það muni ráða úrslitum í þessum bardaga," sagði Kavanagh. Gaupi ræddi líka við Gunnar Nelson sjálfan. „Mér finnst betra að vera ekki að hugsa um bardagann sjálfan. Ef maður er of mikið að leita inn í framtíðina þá er maður ekki á staðnum," sagði Gunnar. „Það þarf ákveðna ró og sjálfstraust til að gera þetta vegna þess að þú þarf að vera búinn að segja við sjálfan þig að þú getir brugðist við því sem gerist þegar á hólminn er komið. Það er algjör óþarfi að vera reyna eitthvað áður," sagði Gunnar en það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Íþróttir MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00 Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30 Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30 Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Omari Akhmedov Nú er aðeins vika í stærsta bardaga Íslandssögunnar! Gunnar Nelson berst gegn hinum rússneska Omari Akhmedov þann 8. mars í London og er bardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 1. mars 2014 12:00
Síðasta æfing Gunnars á Íslandi Það er heldur betur farið að styttast í bardaga Gunnars Nelson í London. Hann fer fram þann 8. mars næstkomandi. 28. febrúar 2014 23:30
Gunnar í sínu besta formi Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 28. febrúar 2014 16:28
Gunnar Nelson einn af tíu bestu ósigruðu mönnunum í UFC Gunnar snýr aftur í búrið í London 8. mars þegar hann berst í London gegn öflugum Rússa. 22. febrúar 2014 22:30
Greining á Omari Ahkmedov, andstæðingi Gunnars Það styttist óðum í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og mætir Rússanum ógurlega, Omari Akhmedov, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. En hver er þessi Akhmedov og hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar hans? 27. febrúar 2014 08:00