Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2014 23:58 Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór. Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims sem lauk í Los Angeles í kvöld. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. Hafþór var í öðru sæti fyrir síðustu greinina, Atlas-steinana, þar sem keppendur lyftu stórum og þungum steinum upp á tunnur. Hafþór lauk greininni á 19,46 sekúndum, sem var langbesti tíminn, og aðeins Žydrūnas Savickas, sem hafði 1,5 stiga forskot á Hafþór, átti eftir að ljúka greininni. Ljóst var að næði Litháinn ekki næstbesta tímanum yrði titillinn Hafþórs. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem átti titil að verja, átti næstbesta tímann, 23,94 sekúndur, sem var tíminn sem Savickas þurfti að bæta til að tryggja sér gullið. Litháinn lauk greininni á 23,53 sekúndum, tryggði sér annað sætið í greininni og um leið titilinn Sterkasti maður heims í fjórða skiptið. Hefði hann verið 0,42 sekúndum lengur væri Hafþór Júlíus sá sterkasti. Savickas lauk keppninnimeð 64 stig en Hafþór Júlíus 63,5 stig. Shaw varð þriðji með 61 stig. Þessir þrír voru í sérflokki. Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en hann er 25 ára gamall. Hann fór ekki leynt með að markmið sitt fyrir keppnina í ár væri titillinn. Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur. Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni, fékk 6,5 stigum minna en Litháinn sem vann greinina og náði 1,5 stigs forskoti á Hafþór.
Sterkasti maður í heimi Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33