Landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist eftir uppfærslu hjá hagstofu landsins Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 13:07 Þessi ungi maður er nú orðinn hluti af stærsta hagkerfi Afríku Mynd/AP Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira