Óskar Bergsson dregur sig í hlé Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2014 16:05 Óskar Bergsson: "Réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“ vísir/pjetur Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“ Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Í nýrri tilkynningu kemur fram að Óskar Bergsson mun ekki leiða Framsóknarmenn í komandi borgarstjórnarkosningum. Óskar Bergsson, leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík, var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann muni draga sig í hlé. Hann segir að fyrir liggi þrátt fyrir stefnumál sem eru alls góðs makleg eigi þau ekki hljómgrunn meðal almennings. Málstaðurinn nái ekki í gegn. „Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg,“ segir Óskar: „Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.“Tilkynning Óskars í heild sinni:„Í dag eru tæpir tveir mánuðir til borgarstjórnarkosninga. Þótt kosningabaráttan hafi farið rólega af stað höfum við sett fjölmörg mál á dagsskrá sem við teljum eiga erindi við borgarbúa. Við höfum gagnrýnt núverandi borgarstjórn fyrir miklar gjaldskrárhækkanir, hallarekstur á borgarsjóði og óábyrgar framkvæmdir við Hofsvallagötu, Borgartún og víðar. Við höfum mótmælt áformum um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni, að Sundabraut sé slegið á frest og að hætt sé við metnaðarfullt hverfi í Úlfarsárdal, þar sem er möguleiki á að úthluta lóðum á verði sem almenningur ræður við. Við höfum bent á að til stendur að byggja íbúðir í miðborginni sem gera ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverjar fimm íbúðir sem þýðir að borgin er að bjóða upp á bílastæði í boði nágrannanna. Til að koma til móts við kröfuna um þéttingu byggðar höfum við bent á uppbyggingarreiti sem eru mun betur til þess fallnir að þétta byggð heldur en Vatnsmýrin. Við viljum sjá ný atvinnusvæði austar í borginni og færa þannig atvinnutækifæri nær fólkinu sem þar býr. Við höfum líst áhyggjum okkar vegna tilburða borgarstjórnar um að tala niður úthverfin sem hefur leitt af sér meiri mun á fasteignaverði innan Reykjavíkur en áður hefur sést. Við viljum að unglingar í borginni fá vinnu allt sumarið við fegrun og viðhald borgarlandsins. Við viljum að flugvöllurinn sem er lífæð höfuðborgar og landsbyggðar verði áfram í Vatnsmýrinni.Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal almennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti framboðsins ber ég ábyrgð gengi flokksins í höfuðborginni og staðan sem við horfum á nú er grafalvarleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlutverki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vináttu sem ég mun ekki gleyma.“
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?