„Móðurmissirinn - maður gat aldrei búið sig undir hvað það var erfitt“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2014 16:52 „Það er ekkert hægt að vera undirbúinn undir svona,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um móðurmissinn, í viðtalsþættinum Prófíl, undir stjórn Sunnevu Sverrisdóttur, sem er á sýndur á PoppTV. Í þættinum ræðir Áslaug opinskátt um veikindi foreldra sinna og systur, sem öll veiktust alvarlega á skömmum tíma. Áslaug hefur látið mikið að sér kveða á sviði stjórnmálanna og var meðal annars formaður Heimdallar um tíma. Hún er reglulegur gestur í Minni skoðun, sem sýndur er á sunnudögum á Stöð 2. Í þættinum kryfjar Áslaug stjórnmálin á sinn hátt. Áslaug hefur gengið í gegnum ótrúlega margt í lífinu. „Það fór að síga á ógæfuhliðina hjá fjölskyldunni 2009,“ segir hún. Þá greindist faðir hennar með krabbamein. „Þá var maður varhuga um lífið. Árið 2010 greinist mamma svo með brjóstakrabbamein og fer í meðferð við því,“ útskýrir Áslaug. Hún segir móður sína svo hafa losnað við krabbameinið árið 2011. Skömmu síðar versnaði ástand langveikrar systur hennar til muna. „Nína er langveik. Hún greindist með sjúkdóm eins og hálfs árs,“ segir Áslaug. Árið 2011 veiktist Nína og missti málið og mátt sinn. Flogið var með hana á barnaspítalann í Boston þar sem hún hlaut bót meina sinna. Máttur hennar jókst jafnt og þétt og er hún nú í fullu fjöri og eru þær systur ótrúlega góðar vinkonur. „Nína skiptir mig rosalega miklu máli. Hún er uppáhalds manneskjan mín í heiminum,“ segir Áslaug. Setti upp grímu Áslaug segir það hafa verið ótrúlega erfitt að horfa á eftir fjölskyldu sinni sem fór til Boston með Nínu. „Það tók auðvitað rosalega á að sjá hana svona veika. Og einhvernveginn rosa skrítið að vera einn heima þegar fjölskylda manns var út í Boston – og ég var að reyna að læra undir próf. Og þá einmitt setur maður „front“ á sig, eins og ég geri kannski aðeins of mikið. Það er einhvernveginn að láta líta út fyrir að allt sé í lagi og vera á fullu í lögfræðinni en maður sér allt annar þegar maður er heima hjá sér. Maður setur upp ákveðna jákvæðis-, ánægðargrímu einhverja. Enda vill maður ekkert að allir viti hvað er að ske.“ Sorgin fyrir því sem hefði átt að vera Í viðtalinu var Áslaug spurð út í móðurmissirinn, en móðir hennar lést árið 2012 „Móðurmissirinn - maður gat aldrei búið sig undir hvað það var erfitt,“ segir hún. Hún segir erfitt að hafa móður sína ekki sér við hlið. „Erfiðasta finnst mér eftir á, er sorgin fyrir því sem hefði átt að vera. Sem ung stelpa vill maður að mamma mans sé við hönd manns þegar maður giftir sig. Og maður vill að hún sé með manni þegar maður eignast börn sjálfur og hún fái að vera amma. Og það er kannski erfiðasta sorgin, að það sé aldrei að fara að gerast.“ Áslaug syrgir móður sína en er samt ánægð fyrir þann tíma sem þær áttu saman. „Ég er rosalega ánægð fyrir þann tíma sem ég hafði með mömmu.Ég lærði ótrúlega mikið af henni og sæki styrk minn í það.“ Reynir að takast á við þetta Hvert áfallið hefur því dunið á fjölskyldunni. Áslaug segir einhverja hafa talað um áföllin og af hverju hennar fjölskylda hafi orðið fyrir þessu. „Þetta var rosalegur pakki. Maður skilur ekki hvernig þetta fór allt svona. Kannski lítið hægt að segja um það. Maður hugsaði alveg „Er réttlátt að við fáum þetta allt saman?““ Áslaug segir samt ekkert réttlátara að aðrir þurfi að takast á við þessi áföll. „Það er ekkert réttlátara að aðrir fái þessi verkefni en við. Það er bara að reyna að takast á við þetta með einhverjum hætti.“ Les ekki öll kommentin Í þættinum ræðir Áslaug um kommentakerfi fjölmiðlanna. Hún vakti athygli virkra í athugasemdum á sínum tíma þegar hún sagðist vilja að ÁTVR yrði opið á sunnudögum og tengdust ummæli hennar hvítvíni og humarmáltíð, eins og frægt er. „Ég les ekkert allt af þessu,“ segir Áslaug um það sem um hana er sagt í kommentakerfunum. Hún segir að fjölskylda sín og vinir hafi tekið þetta meira inn á sig. „Þeim finnst rosalega erfitt að það sé verið að tala svona illa um mig,“ bætir hún við „Humartíkin, veruleikafirrta snobbtíkin, sjálfstæðisfóstur og hrunfreyjan,“ segir Áslaug vera meðal þeirra viðurnefna sem hún hefur verið kölluð á netmiðlum. Vinkonur hennar segjast hafa langað að fara að gráta þegar að þær sáu ofangreind ummæli. „Það veit ekkert um hana en getur alveg tekið hana af lífi á netinu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir, vinkona Áslaugar og bætir við „en hún lætur það ekkert á sig fá.“ Mikilvæg Sjálfstæðisflokkinum Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir segja Áslaugu vera mikilvæga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf segist Áslaug einfaldlega vera að fylgja sínum lífsskoðunum. Hún segir mikilvægt að fylgja hugsjónum sínum. „Það má ekki vera þannig að maður haldi með flokki eins og íþróttaliði,“ segir Áslaug. Þegar hún er spurð hvaða annan flokk hún myndi kjósa, ef hún gæti ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn, segir hún: „Nýjan hægri flokk sem væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn“. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
„Það er ekkert hægt að vera undirbúinn undir svona,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um móðurmissinn, í viðtalsþættinum Prófíl, undir stjórn Sunnevu Sverrisdóttur, sem er á sýndur á PoppTV. Í þættinum ræðir Áslaug opinskátt um veikindi foreldra sinna og systur, sem öll veiktust alvarlega á skömmum tíma. Áslaug hefur látið mikið að sér kveða á sviði stjórnmálanna og var meðal annars formaður Heimdallar um tíma. Hún er reglulegur gestur í Minni skoðun, sem sýndur er á sunnudögum á Stöð 2. Í þættinum kryfjar Áslaug stjórnmálin á sinn hátt. Áslaug hefur gengið í gegnum ótrúlega margt í lífinu. „Það fór að síga á ógæfuhliðina hjá fjölskyldunni 2009,“ segir hún. Þá greindist faðir hennar með krabbamein. „Þá var maður varhuga um lífið. Árið 2010 greinist mamma svo með brjóstakrabbamein og fer í meðferð við því,“ útskýrir Áslaug. Hún segir móður sína svo hafa losnað við krabbameinið árið 2011. Skömmu síðar versnaði ástand langveikrar systur hennar til muna. „Nína er langveik. Hún greindist með sjúkdóm eins og hálfs árs,“ segir Áslaug. Árið 2011 veiktist Nína og missti málið og mátt sinn. Flogið var með hana á barnaspítalann í Boston þar sem hún hlaut bót meina sinna. Máttur hennar jókst jafnt og þétt og er hún nú í fullu fjöri og eru þær systur ótrúlega góðar vinkonur. „Nína skiptir mig rosalega miklu máli. Hún er uppáhalds manneskjan mín í heiminum,“ segir Áslaug. Setti upp grímu Áslaug segir það hafa verið ótrúlega erfitt að horfa á eftir fjölskyldu sinni sem fór til Boston með Nínu. „Það tók auðvitað rosalega á að sjá hana svona veika. Og einhvernveginn rosa skrítið að vera einn heima þegar fjölskylda manns var út í Boston – og ég var að reyna að læra undir próf. Og þá einmitt setur maður „front“ á sig, eins og ég geri kannski aðeins of mikið. Það er einhvernveginn að láta líta út fyrir að allt sé í lagi og vera á fullu í lögfræðinni en maður sér allt annar þegar maður er heima hjá sér. Maður setur upp ákveðna jákvæðis-, ánægðargrímu einhverja. Enda vill maður ekkert að allir viti hvað er að ske.“ Sorgin fyrir því sem hefði átt að vera Í viðtalinu var Áslaug spurð út í móðurmissirinn, en móðir hennar lést árið 2012 „Móðurmissirinn - maður gat aldrei búið sig undir hvað það var erfitt,“ segir hún. Hún segir erfitt að hafa móður sína ekki sér við hlið. „Erfiðasta finnst mér eftir á, er sorgin fyrir því sem hefði átt að vera. Sem ung stelpa vill maður að mamma mans sé við hönd manns þegar maður giftir sig. Og maður vill að hún sé með manni þegar maður eignast börn sjálfur og hún fái að vera amma. Og það er kannski erfiðasta sorgin, að það sé aldrei að fara að gerast.“ Áslaug syrgir móður sína en er samt ánægð fyrir þann tíma sem þær áttu saman. „Ég er rosalega ánægð fyrir þann tíma sem ég hafði með mömmu.Ég lærði ótrúlega mikið af henni og sæki styrk minn í það.“ Reynir að takast á við þetta Hvert áfallið hefur því dunið á fjölskyldunni. Áslaug segir einhverja hafa talað um áföllin og af hverju hennar fjölskylda hafi orðið fyrir þessu. „Þetta var rosalegur pakki. Maður skilur ekki hvernig þetta fór allt svona. Kannski lítið hægt að segja um það. Maður hugsaði alveg „Er réttlátt að við fáum þetta allt saman?““ Áslaug segir samt ekkert réttlátara að aðrir þurfi að takast á við þessi áföll. „Það er ekkert réttlátara að aðrir fái þessi verkefni en við. Það er bara að reyna að takast á við þetta með einhverjum hætti.“ Les ekki öll kommentin Í þættinum ræðir Áslaug um kommentakerfi fjölmiðlanna. Hún vakti athygli virkra í athugasemdum á sínum tíma þegar hún sagðist vilja að ÁTVR yrði opið á sunnudögum og tengdust ummæli hennar hvítvíni og humarmáltíð, eins og frægt er. „Ég les ekkert allt af þessu,“ segir Áslaug um það sem um hana er sagt í kommentakerfunum. Hún segir að fjölskylda sín og vinir hafi tekið þetta meira inn á sig. „Þeim finnst rosalega erfitt að það sé verið að tala svona illa um mig,“ bætir hún við „Humartíkin, veruleikafirrta snobbtíkin, sjálfstæðisfóstur og hrunfreyjan,“ segir Áslaug vera meðal þeirra viðurnefna sem hún hefur verið kölluð á netmiðlum. Vinkonur hennar segjast hafa langað að fara að gráta þegar að þær sáu ofangreind ummæli. „Það veit ekkert um hana en getur alveg tekið hana af lífi á netinu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir, vinkona Áslaugar og bætir við „en hún lætur það ekkert á sig fá.“ Mikilvæg Sjálfstæðisflokkinum Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir segja Áslaugu vera mikilvæga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf segist Áslaug einfaldlega vera að fylgja sínum lífsskoðunum. Hún segir mikilvægt að fylgja hugsjónum sínum. „Það má ekki vera þannig að maður haldi með flokki eins og íþróttaliði,“ segir Áslaug. Þegar hún er spurð hvaða annan flokk hún myndi kjósa, ef hún gæti ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn, segir hún: „Nýjan hægri flokk sem væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn“.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira