Hafnaði öðru sæti á lista Bjartrar framtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2014 12:19 Maríu Grétarsdóttur var boðið 2. sætið hjá BF sem hún hafnaði M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira