Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík 13. maí 2014 10:08 Ég og vinur minn Steinþór Hróar (Steindi jr.) í búleik. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Stutt kynning - Fyrrverandi kúasmali á Mosfelli og frjálsíþróttafrík á Varmárvelli. - Var sjálfstæðismaður þegar ég var átta ára og framsóknarmaður tólf ára. Síðan hefur margt breyst. - Ætlaði að verða flugmaður þegar ég var ungur drengur. - Lék á trompet í Skólahljómsveit Mosfellssveitar og töfraspegilinn í leikritinu Mjallhvíti hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. - Lærði latínu og forngrísku í Þýskalandi en glímu á Laugarvatni. - Hef skrifað margar bækur, bæði sagnfræðirit og skáldskap, þær síðustu í lazy-boy, mjög þægilegt. - Farandsmali á haustin í Þingvallasveit og Kjós. - Hef alltaf fylgst náið með stjórnmálum vegna þess að lífið er pólitík. - Kjörorð mitt er: Njótum lífsins, drepum ekki tímann með leiðindum; enginn tími til þess! Stefnumál Bjarka má sjá í myndbandinu hér að neðan. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hundar eða kettir? Hundakisur. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar við fæðumst. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu. Hvernig bíl ekur þú? Kia-épplingi. Besta minningin? Dagurinn í dag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Hverju sérðu mest eftir? Það þýðir lítið að gráta liðna tíma en maður lærir alltaf af reynslunni. Draumaferðalagið? Sá draumur rættist árið 2007 þegar ég fór í hjólaferð um Færeyjar. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var mikið á togurum hér í eina tíð. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar mig dreymdi að lífið væri ekki skrýtið. Hefur þú viðurkennt mistök? Já. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum og barnabörnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Mosfellskirkja skipar sérstakan sess í huga mínum. Ég er alinn upp á Mosfelli og fylgdist náið með byggingu kirkjunnar. Hér fermdist ég vorið 1966 hjá föður mínum, séra Bjarna Sigurðssyni, og man vel ritningarorðin sem ég valdi mér: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. – Þarf að segja nokkuð fleira? Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Stutt kynning - Fyrrverandi kúasmali á Mosfelli og frjálsíþróttafrík á Varmárvelli. - Var sjálfstæðismaður þegar ég var átta ára og framsóknarmaður tólf ára. Síðan hefur margt breyst. - Ætlaði að verða flugmaður þegar ég var ungur drengur. - Lék á trompet í Skólahljómsveit Mosfellssveitar og töfraspegilinn í leikritinu Mjallhvíti hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. - Lærði latínu og forngrísku í Þýskalandi en glímu á Laugarvatni. - Hef skrifað margar bækur, bæði sagnfræðirit og skáldskap, þær síðustu í lazy-boy, mjög þægilegt. - Farandsmali á haustin í Þingvallasveit og Kjós. - Hef alltaf fylgst náið með stjórnmálum vegna þess að lífið er pólitík. - Kjörorð mitt er: Njótum lífsins, drepum ekki tímann með leiðindum; enginn tími til þess! Stefnumál Bjarka má sjá í myndbandinu hér að neðan. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir. Hundar eða kettir? Hundakisur. Hver er stærsta stundin í lífinu? Þegar við fæðumst. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu. Hvernig bíl ekur þú? Kia-épplingi. Besta minningin? Dagurinn í dag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já. Hverju sérðu mest eftir? Það þýðir lítið að gráta liðna tíma en maður lærir alltaf af reynslunni. Draumaferðalagið? Sá draumur rættist árið 2007 þegar ég fór í hjólaferð um Færeyjar. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var mikið á togurum hér í eina tíð. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Þegar mig dreymdi að lífið væri ekki skrýtið. Hefur þú viðurkennt mistök? Já. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum og barnabörnum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Mosfellskirkja skipar sérstakan sess í huga mínum. Ég er alinn upp á Mosfelli og fylgdist náið með byggingu kirkjunnar. Hér fermdist ég vorið 1966 hjá föður mínum, séra Bjarna Sigurðssyni, og man vel ritningarorðin sem ég valdi mér: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. – Þarf að segja nokkuð fleira?
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35 Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 19. maí 2014 10:35
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08