Notkun á Tinder aukist um 50 prósent í Brasilíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:51 VISIR/AFP Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði. Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði.
Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30