Lögreglumenn ósáttir með að hafa ekki verið kallaðir út Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2014 18:26 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Andri „Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Eins og ég hef heyrt af kollegum mínum, þá virðist vera að það hafi ekki verið gripið til stórs útkalls, eða allsherjarútkalls meðal lögreglumanna sem voru á frívakt líkt og til dæmis slökkviliðið gerði á brunavettvangi. Þeir kalla ekki til björgunarsveitarfólk til að sjá um slökkvistörf fyrir sig.“ Þetta sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagðist hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með þetta fyrirkomulag, en sagði það ekki snúast um núning á milli lögreglu og björgunarsveita. „En þarna virðist hafa verið farin sú leið að kalla til björgunarsveitarfólk til að sinna störfum sem klárlega eru hlutverk lögreglu. Það er að hefta aðgang forvitinna vegfarnenda að hættusvæði sem klárlega skapaðist.“ „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur gerst. Ástæðuna fyrir því veit ég svo sem ekki, en get farið út í að fabúlera á þá vegu að það kosti peninga að kalla lögreglumenn í vinnu og ég geri ekki ráð fyrir því að lögreglan sé að borga mikið fyrir þessa þjónustu björgunarsveitarinnar.“ Snorri segist óttast um að um sé að ræða bókhaldsdæmi sé að ræða, þar sem ekkert þurfi að greiða björgunarsveitarmönnum. „Ég veit ekki að nákvæmlega sé svo í pottinn búið, en það er kannski rétt að þið leitið svara.“ „Ég veit að það var fjöldinn allur af lögreglumönnum á frívakt svokallaðri, það er á milli vakta sem að í raun biðu bara við símann á eftir því að vera kallaðir til vinnu.“ Hann sagði að Landssamband lögreglumanna myndi leita eftir skýringum á þessu fyrirkomulagi. „Og sérlega í ljósi þess sem að ég sagði hér rétt áðan. Ég veit að það var fjöldi lögreglumanna sem nánast beið við símann og gerði sér grein fyrir því hættuástandi og þeirri þörf á lögreglumönnum sem var á vettvangi. Já við munum leita eftir skýringum til yfirvalda á því hvers vegna svona var í búið.“Nokkurs konar framlenging á lögreglumönnum Björgunarsveitir munu hafa boðist til að aðstoða lögreglu í Skeifunni sem var þegið. „Við vinnum mikið með þeim, eins og á menningarnótt, og þegar verkefnin eru mjög stór. Þá fáum við þá til okkar og erum þá alltaf með einn eða tvo lögregluþjóna með þeim,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. „Þeir eru nokkurskonar framlenging á okkur.“Björgunarsveitarmenn hafa þó ekkert vald í lögum til að stjórna mannfjölda. „Þess vegna er lögreglumaður með í hverjum hóp. Ef menn eru með eitthvað röfl er kallað í okkur. Þó er þetta yfirleitt tæklað á góðu nótunum.“ „Þegar við þurfum að fá mikinn fjölda á stuttum tíma er gott að leita til þeirra,“ segir Jóhann. „Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona snillingum. Þeir sinna þó bara almennri gæslu og þá getum við kannski sparað lögreglumenn í svona lokun og sinnt því sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira