Emirates hættir að fljúga yfir Írak Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 13:08 Írak er í alfaraflugleið flugvéla á leið milli Asíu og Evrópu. Flugfélög eru að enduskoða áætlanir sínar eftir að MH 17 var skotin niður í Úkraínu. vísir/ap Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins. MH17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Flugfélagið Emirates sem gerir út frá Dubai í Sameinaða arabíska fustadæminu ætlar að hætta öllu flugi yfir Íraka vegna vaxandi átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða í landinu. Þá hefur félagið hætt öllu flugi til Kænugarðs í Úkraínu og flýgur ekki lengur í lofthelgi landsins. Eftir að MH17 flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður með eldflaug hinn 17. júlí síðast liðinn, hafa forráðamenn flugfélaga endurhugsað flugáætlanir sínar yfir landsvæði þar sem átök ríkja. MH 17 flaug í 33 þúsund feta hæð yfir austur Úkraínu sem var opin flugleið, en flug í 32 þúsund fetum og neðar var ekki heimilað af úkraínskum flugmálayfirvöldum á þessu svæði. Og var flugleið flugvélarinnar viðurkennd af Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO. Emirate er eitt stærsta flugfélagið sem flýgur milli Asíu og Evrópu og hefur félagið nú tilkynnt að það ætli ekki að fljúga með farþega yfir Írak vegna vaxandi átaka þar. En áður hafði félagið hætt áætlunarflugi sínu til Kænugarðs og hætt öllu flugi yfir Úkraínu, eftir að flugvél Malaysian var skotin niður. Emirate, þýska flugfélagið Lufthansa og fleiri flugfélög hafa kallað eftir því að boðað verði til alþjóðafundar flugfélaga þar sem farið verði yfir allar verklagsreglur varðandi flug yfir átakasvæði. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin í Montréal í Kanada boðað til fundar í dag með fulltrúum IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga, alþjóðasamtökum flugstöðva og alþjóðasamtökum opinberra flugumsjónaraðila til að ræða stöðu mála. Írak er enn á viðurkenndri flugleið milli Asíu og Evrópu en það kann að breytast verði reglur endurskoðaðar. Þá bönnuðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Evrópu tímabundið flug til Tel Aviv í Ísrael í síðustu viku, við litla lukku hjá ísraelskum stjórnvöldum. En eftir að flug hófst þangað aftur, hafa samtök flugmanna hjá Lufthansa mótmælt því að fllogið væri til tel Aviv á meðan hamasliðar væru enn að skjóta flugskeytum á nágrenni flugvallarins.
MH17 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira