Hengja upp barnaföt fyrir hvert dáið barn á Gasa Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2014 13:44 Fundurinn verður haldinn á Silfurtorgi. vísir/AÐSEND Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri. Gasa Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Konur á Ísafirði boða til mótmæla- og minningarfundar á Silfurtorgi í dag um öll þau börn sem fallið hafa í átökunum á Gaza. En fleiri börn hafa fallið á Gaza en sækja Grunnskólann á Ísafirði. Fundurinn hefst á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar klukkan fimm mínútur yfir fimm og er haldinn til að mótmæla blóðbaðinu sem átt hefur sér stað á Gaza-svæðinu í Palestínu síðustu vikurnar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði er ein þeirra kvenna sem skipuleggja útifundinn. Hún segir eitt skera sig algerlega úr átökunum á Gaza frá mörgum fyrri átökum. „Er það hversu börnin á gazasvæðinu verða hræðilega illa úti. Okkur tekur það svo sárt þannig að við ætlum að hengja upp að minnsta kosti eina flík til minningar um hvert barn sem við höfum tölulegar upplýsingar um að hafi verið drepið í þessum átökum,“ segir Jóna. Snúrur með barnafötunum muni síðan standa á torginu í tvo daga. Jóna segir konurnar sem skipuleggja fundinn séu ekki að taka neina afstöðu í átökum Palestínumanna og Ísraela en sé eins og öðrum gjörsamlega misboðið hvernig saklaus börn hafi orðið úti í átökunum. Nú sé talið að um 300 börn hafi fallið á Gaza. Jóna er aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði og kannast við þessa tölu. „Ég kannast við þessa tölu og hún er hærri en fjöldi barna í skólanum hjá okkur. Það er hrikalegt að vera manneskja og horfa upp á þetta og geta ekkert gert,“ segir Jóna. Auk gjörningsins munu Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi þingmaður og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri flytja stutt ávörp. Þá mun Herdís Hubner, móðir Eiríks Arnar skálds, lesa upp úr nýlegri netbók hans „Viljaverk í Palestínu,“ sem kallast á við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, „Slysaskot í Palestínu.“ Jóna telur mótmælin hafa merkingu þrátt fyrir að nú sé vopnahlé á Gaza, slík vopnahlé hafi margsinnis verið rofin áður. „Svo finnst okkur líka, fyrir okkur og fyrir alþjóðasamfélagið að það þurfi að senda skýr skilaboð. Auðvitað er stríð allataf hörmulegt og á ekki að vera réttlætanlegt. En það að börn séu beinlínis skotmörk í stríði getum við ekki liðið,“ segir Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Gasa Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira