Gosið heldur sínu striki: Gufubólstrar rísa 20-30 metra til himins Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 14:59 Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni. Mynd/Auðunn Níelsson Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira