Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 22:30 Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor, góðvinur GunnarsNelson, berst í fyrsta sinn á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Dustin Poirier. Eins og sást í aðdraganda bardagakvöldsins í Dyflinni þar sem hann og Gunnar deildu sviðsljósinu er Írinn með munninn fyrir neðan nefið og segir allt nákvæmlega það sem honum finnst. Hann mætti með látum á viðburð þar sem aðdáendur UFC fengu að spyrja kappana sem berjast á laugardaginn spjörunum úr og þar fór McGregor hamförum. Hann gjörsamlega urðaði yfir andstæðing sinn sem honum finnst ekkert koma til og lét ekki staðar numið þar. Fyrst var hann spurður hvort hann nyti lífsins í Bandaríkjunum. „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er Dublin-maður og elska minn heimabæ. Ég er bara mættur hingað til að sinna viðskiptum og mér er sama um allt annað,“ svaraði hann. Hann sagðist ætla að rota Poirer í fyrstu lotu og Bandaríkjamaðurinn myndi komast að því að hann væri ekki bara allur í kjaftinum þegar þeir stíga inn í búrið. „Ég er bara ég sjálfur. Mér finnst skemmilegast að líta vel út og berja menn. Ég er ekki að reyna vera neinn annar en ég er. Þann 27. september mun ég rífa hausinn af DustinPoirer. Dustin heldur að ég sé bara kjafturinn, en þegar hann vaknar með nefið öfugu megin á andlitinu fattar hann að ég er ekki bara að rífa kjaft.“ Margir Bandaríkjamenn eru viðkæmir fyrir því þegar talað er um að fjölbragðaglíman sem er svo vinsæl þar í landi sé ekki alvöru, en McGregor er alveg sama. „Ég hafði gaman af þessu ég var þriggja ára. En það er plat - þetta er alvöru skítur,“ svaraði hann aðspurður hvort hann hefði gaman að því að horfa á þetta. McGregor var svo spurður út í orð þýska bardagakapapns Dennis Siver sem var dæmdur í bann vegna lyfjanotkunar á dögunum. Siver finnst lítið til McGregors koma og skilur ekki af hverju hann er kominn í topp tíu á styrkleikalistanum. „Hann er dvergvaxinn, þýskur sterahaus,“ sagði McGregor um Siver. „Það er það sem mér finnst um hann. Þú óskar mér til hamingju með að vera kominn í níunda sæti styrkleikalistans. Ef þú heldur að ég fagni því hefur þú rangt fyrir þér. Mér er drullusama um styrkleikalista. Ég er númer eitt og þegar hausinn á Dustin rúllar um búrið munu allir sjá það.“Bardagakvöldið á laugardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira