Hvorki niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2014 14:40 Lára Rúnarsdóttir segir að það hafi komið sér mikið á óvart að fallið hafi verið frá nýrri reglu í forkeppni Eurovision. Vísir/Valli/GVA Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33