Fjöldi „læka“ gerir okkur háð Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. nóvember 2014 12:05 Ætli þessi sé að tjékka á tilkynningunum? Vísir/Getty Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar. Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Fjöldi „læka“ og vina er það sem gerir fólk háð Facebook. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vefhönnuðarins og listamannsins Benjamin Grosser. Hann birti niðurstöður sínar í vefritinu Computational Culture. „Tilkynningar eru orðnar eins og amfetamín,“ sagði einn viðmælandi Grosser um Facebook. Grosser hefur lengi haft áhuga á hvað það sé sem geri fólk svona háð Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Hann hefur þróað sína eign uppfærslu á Facebook sem fjarlægir allar tölur. Þannig fá notendur ekki að vita hversu margir hafa „líkað við“ mynd sem þeir birta. Þeir sjá eingöngu hverjir hafa „lækað“ og hvað þeir segja. Þannig vill Grosser fjarlæga þá stemningu sem myndast getur á samfélagsmiðlum; að þeir séu orðnir leikvöllur í vinsældarkeppni einhverskonar. Grosser segir að Facebook hafi breytt samskiptum fólks. „Facebook er orðið einn helsti grundvöllur samskipta,“ segir hann í niðurstöðukafla sínum. Hann bætir við að þessi áhersla á fjölda „læka“, athugasemda, deilinga og vinabeiðna breyti því hvernig fólk hagi sér. Hann segir þetta ýta fólki inn í ákveðin hólf þar sem skilaboðin sem það sendi frá sér verði til þess fallin að falla í kramið hjá öðrum. Þannig verði samskiptin einsleitari og á sama tíma auðveldara að markaðsetja hluti til fólks því það falli inn í ákveðna markhópa. „Áherslan á allar þessar tölur knýr okkur til þess að hugsa um núið og safna „lækum“ og halda okkur á lífi innan þessa kerfis með því að birta hluti sem öðrum líkar við.“ Grosser hvetur fólk til þess að nota uppfærsluna sína, því hún fjarlægir pressuna sem margir finna fyrir; „lækin“ fara að skipta minna máli. Hann vill þannig meina að samskiptin milli vina verði eðlilegri. Grosser birtir fjölda skilaboða sem hann fékk frá notendum uppfærslunnar sem segjast hálfpartinn vera frelsaðir. Einn sagði að hann hefði drifið sig á Facebook til þess að skoða tilkynningarnar. Hann sagðist hafa verið orðin eins og mús sem væri látin prófa heróín í tilraunaskyni. „Ég nýt þess miklu meira að vera á Facebook þegar þessi (ómeðvitaða) pressa um að bera saman tölur hefur verið útilokuð,“ sagði einn viðmælandi hans og vísaði þar í að í uppfærslu Grosser hverfur pressan að safna „lækum“.Washington Post fjallar um þessa uppfærslu Grosser. Caitlin Dewey, blaðamaður Washington Post, ákvað að prófa uppfærsluna sjálf. Hún segir það hafa verið frábært að geta farið í gegnum tímalínuna sína og fengið að meta gæði greina, skrifa annarra og mynda út frá sínum eigin hugmyndum, en ekki láta fjölda „læka“ hafa áhrif á sig. En hún sagði þó að hún vissi ekki hvort henni þætti það frelsandi eða að það rýrði gildi myndarinnar.
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent