Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:10 Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég fór og eyddi öllum mínum pening í þetta af því ég vissi að þetta væri lækning. Svo endaði það bara með því að húsið mitt var tekið af mér af því ég borgaði ekkert af því. Ég þurfti að hugsa um líf mitt, ekkert annað.“ Þetta sagði Ásgeir Daði Rúnarsson í Brestum í kvöld þar sem fjallað var um lækningamátt kannabis. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér.“ Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. „Svo getum við bara fyllt fjöll og skóga af þessu. Þá getur fólk farið upp í fjall, náð í lyfið, farið bara heim og læknað sig. Mér finnst það miklu eðlilegra en að fara út í apótek og ná sér í pilluglas.“Lækningamáttur kannabis hefur ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum.Ásgeir hefur hjálpað fleiri krabbameinssjúklingum með að nota kannabis og í þættinum var fylgst með þar sem hann bjó til olíu handa Sigurði Jóni Súddasyni sem greindist með heilaæxli í fyrra. Hann notar kannabis í þeirri von um að læknast af krabbameininu. Sigurður er sá eini af þeim 20 sjúklingum sem Ásgeir hefur aðstoðað sem hafa tekið kannabiskúrinn alla leið. Í sumar tók hann stóran kúr, byggði sig upp á 10 dögum. Við tóku svo 40 dagar á fullum skammti og svo trappaði hann sig niður á 10 dögum. „Þetta var náttúrulega fyrst bara „Já, já, ég get þetta alveg!“ En svo er þetta svo mikið sem hann er að taka af olíu á dag að strax á degi 20 var bara farið að pína. „Þú bara kastar þá upp.“ Hver hefði trúað því að ég ætti eftir að standa í þessum sporum: að troða kannabisolíu í barnið mitt,“ sagði Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, móðir Sigurðar. Ásgeir er sannfærður um að kannabis hafi ekki aðeins minnkað aukaverkanir hans vegna lyfjameðferðarinnar heldur einnig læknað hann af krabbameininu. Lækningamáttur kannabis hefur hins vegar ekki verið staðfestur með nútímarannsóknum. „Það eru einhverjir sjúklingar að nota þetta og ég á svolítið erfitt með að merkja í þeim hópi hvort að kannabis hafi gagnast þeim. Einhverjir hafa notað það til að lækna krabbameinið, það í sjálfu sér hefur ekkert virkað,“ sagði Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir. Hann segir að enn sé ekki búið að sýna fram á það að kannabis hafi krabbameinshamlandi áhrif þegar það sé tekið inn. Þess vegna geti læknar ekki mælt með því í lækningaskyni. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði, segir að fólk verði að hafa í huga skaðsemi kannabisplöntunnar auk þess sem sumar rannsóknir sýni að hættan á geðklofa geti fjórfaldast vegna reglulegrar notkunar á kannabis á unga aldri. „Það að einhver efni kannabisplöntunnar geti haft eitthvert lækningalegt gildi verður að vega á móti hugsanlegri skaðsemi,“ sagði Engilbert.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira