OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 16:07 Tólf ríki eru í OPEC og selja þau um þriðjung olíu í heiminum. Vísir/AFP Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira