Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 18:15 Helgi Sveinsson. mynd/skjáskot „Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
„Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira