Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 13:31 Norðurskautið. vísir/ap Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli. Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli.
Loftslagsmál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira