Meðlimur Kiss spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 12:00 Bruce Kulick með þeim Paul Stanley og Gene Simmons á tónleikum Kiss. nordicphotos/getty „Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira