Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Jóhannes Stefánsson skrifar 6. mars 2014 08:30 Sumir telja neyslu fylgjunnar leiða af sér heilsufarslegan ávinning. vísir/pjetur/Jeremy Kemp Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira