Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Jóhannes Stefánsson skrifar 6. mars 2014 08:30 Sumir telja neyslu fylgjunnar leiða af sér heilsufarslegan ávinning. vísir/pjetur/Jeremy Kemp Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira