Fimleikastúlkan sem endaði í sleggjukasti Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 07:30 Framtíðin virðist björt hjá hinum 18 ára gamla sleggjukastara Vigdísi Jónsdóttur sem er nýr Íslandsmethafi í greininni eftir stórbætingu á móti í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. Fréttablaðið/daníel „Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir. Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
„Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir.
Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira