Lítil ferðasaga Sara McMahon skrifar 24. júní 2014 08:15 Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar