Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir 1. júlí 2014 11:00 Allt að 40 störf munu flytjast með Fiskistofu til Akureyrar í lok næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38