Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2014 09:18 Eldfjallið Bárðarbunga séð úr suðri í gærmorgun, eldvirka svæðið í baksýn þar sem sjá má Dyngjujökul og Trölladyngju. mynd/ómar ragnarsson Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864. Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?