Bryan Cranston leikur spæjara Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 14:30 Bryan Cranston Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston leikur aðalhlutverkið í nýjum spennutrylli, The Infiltrator. Leikstjóri The Lincoln Lawyer, Brad Furman, leikstýrir en þeir tveir urðu góðir vinir við tökur á Lincoln Lawyer. Myndin er sakamálatryllir byggð á sjálfsævisögu Roberts Mazur. Cranston mun leika tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Tökur hefjast í janúar á næsta ári í Lundúnum, París og Flórída. Myndin er fyrsta mynd útgáfufyrirtækisins Good Films en í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækið muni einsetja sér að framleiða „gáfulegar, skrautlegar, frumlegar og einlægar myndir“. Fyrirtækið mun leggja áherslu á sögur sem eru „áhugaverðar fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum“. Meðal þeirra sem fyrirtækið mun vinna með eru rithöfundarnir James Patterson og Liza Marklund en leikstjórinn Everado Gout mun sjá um að gera mynd eftir bók þeirra The Postcard Killers. Aðrar kvikmyndir sem eru í vinnslu hjá Good Films eru Invisible, byggð á verki eftir leikritaskáldið Tena Stivicic, When a Crocodile Eats the Sun, eftir bók blaðamannsins Peters Godwin, What I Love, eftir bók Siri Hustvedt, og Labyrinth, eftir bók Rolling Stone-blaðamannsins Randalls Sullivan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira