Hverjir fá? alþingismenn skrifar 19. nóvember 2014 10:21 Fjölmörg heimili fá nú leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum. Markmiðið er að skila til baka því „tjóni“ sem heimilin urðu fyrir og færa lánin í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu þeirra í uppnám á árunum 2008 og 2009. Einungis 10% íslenskra heimila nutu 110% leiðar fyrri ríkisstjórnar eða um sjö þúsund heimili og 1% þeirra fékk helminginn af niðurfærslunni. Þau heimili sem voru með gengistryggð lán fengu leiðréttingu í gegnum dómstóla en heimili með verðtryggð húsnæðislán sátu eftir.Hversu margir fá? Niðurstaðan nú er sú að yfir 90.000 manns fá leiðréttingu og enn getur bæst í hópinn. Ef við tökum með þá sem nýta sér að auki séreignarsparnaðarleiðina njóta yfir 120.000 einstaklingar aðgerðanna og geta náð allt að 20% leiðréttingu eða því sem nemur allri óvæntri verðbólgu á umræddu tímabili umfram 4%, sem eru eftir vikmörk Seðlabankans.Hvert fer leiðréttingin? Meðaltal leiðréttingar á umsækjanda er 1.350 þúsund krónur og tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400 þúsund krónur og 800 þúsund krónur fara til einstaklinga. Meirihluti leiðréttingarinnar fer sannarlega til fólks sem hefur meðaltekjur eða þaðan af minna. Einstaklingur með 330 þúsund í mánaðartekjur er tíðasta gildi leiðréttingarinnar. Til samanburðar er vert að geta þess að meðal heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2013 voru 526.000 krónur. Rúmlega helmingur leiðréttingarinnar rennur til einstaklinga sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimila sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé. Einstaklingar sem skulda minna er 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir króna fá 70% af fjárhæð leiðréttingarinnarÁhrif leiðréttingarinnar? Tökum dæmi af heimili sem tekur 15 milljóna króna lán til 40 ára á 4,15% vöxtum og meðalverðbólgan á tímabilinu er 6%. Fjölskyldan mun þurfa að greiða 22 milljónum króna minna þegar upp er staðið. Þessir peningar fara ekki til bankanna heldur nýtast fjölskyldunni beint í daglegu lífi. Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast og viðnámsþróttur þeirra eykst. Minni skuldsetning heimila eflir allt hagkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þorsteinn Sæmundsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg heimili fá nú leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum sínum. Markmiðið er að skila til baka því „tjóni“ sem heimilin urðu fyrir og færa lánin í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu þeirra í uppnám á árunum 2008 og 2009. Einungis 10% íslenskra heimila nutu 110% leiðar fyrri ríkisstjórnar eða um sjö þúsund heimili og 1% þeirra fékk helminginn af niðurfærslunni. Þau heimili sem voru með gengistryggð lán fengu leiðréttingu í gegnum dómstóla en heimili með verðtryggð húsnæðislán sátu eftir.Hversu margir fá? Niðurstaðan nú er sú að yfir 90.000 manns fá leiðréttingu og enn getur bæst í hópinn. Ef við tökum með þá sem nýta sér að auki séreignarsparnaðarleiðina njóta yfir 120.000 einstaklingar aðgerðanna og geta náð allt að 20% leiðréttingu eða því sem nemur allri óvæntri verðbólgu á umræddu tímabili umfram 4%, sem eru eftir vikmörk Seðlabankans.Hvert fer leiðréttingin? Meðaltal leiðréttingar á umsækjanda er 1.350 þúsund krónur og tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400 þúsund krónur og 800 þúsund krónur fara til einstaklinga. Meirihluti leiðréttingarinnar fer sannarlega til fólks sem hefur meðaltekjur eða þaðan af minna. Einstaklingur með 330 þúsund í mánaðartekjur er tíðasta gildi leiðréttingarinnar. Til samanburðar er vert að geta þess að meðal heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2013 voru 526.000 krónur. Rúmlega helmingur leiðréttingarinnar rennur til einstaklinga sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimila sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé. Einstaklingar sem skulda minna er 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir króna fá 70% af fjárhæð leiðréttingarinnarÁhrif leiðréttingarinnar? Tökum dæmi af heimili sem tekur 15 milljóna króna lán til 40 ára á 4,15% vöxtum og meðalverðbólgan á tímabilinu er 6%. Fjölskyldan mun þurfa að greiða 22 milljónum króna minna þegar upp er staðið. Þessir peningar fara ekki til bankanna heldur nýtast fjölskyldunni beint í daglegu lífi. Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast og viðnámsþróttur þeirra eykst. Minni skuldsetning heimila eflir allt hagkerfið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar