Ný ofurhljómsveit sækir í sig veðrið Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. desember 2014 14:30 Tungl er sækadelískt kántrírokk af gamla skólanum. mynd/saga sig „Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti. Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þegar við kynntumst þá áttuðum við okkur á því að við vorum allir með jafn mikla ástríðu fyrir sömu tónlistinni, svona sækadelísku kántrírokki af gamla skólanum,“ segir Frosti Jón Runólfsson, trommari nýju ofurhljómsveitarinnar Tungls. Ásamt Frosta, sem hefur meðal annars trommað í þungarokkssveitinni Klinki, eru í hljómsveitinni Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í Mínus og Motion Boys, og Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari og hljómborðsleikari sem var einnig í Motion Boys. Hljómsveitin gaf út í vikunni fyrsta lag sitt, The Wild Ones, en kapparnir vinna nú að fyrstu plötunni, sem þeir taka upp með Gunnari Erni Tynes úr múm og hljóðblanda með Halli Ingólfssyni sem var meðal annars í HAM og XIII. Að sögn Frosta er það Birgir sem hefur samið megnið af lögunum og textunum. „Ég hélt að það myndi falla á mig að skrifa texta því ég lít á mig sem svo mikinn penna en svo var ég hálfskúffaður því textarnir hans Bigga eru svo góðir. Við ætlum að sigra hjarta landans með spilamennsku en það er önnur hlið á sveitinni sem kemst ekkert endilega til skila á upptökunum,“ segir Frosti.
Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira